mánudagur, nóvember 20, 2006

Nokkrir punktar:
-Árshátíð á föstudagskvöld, skemmti mér vel, frekar lágt á mér risið daginn eftir.
-Eddan, bara púkó. Af hverju getur þetta lið ekki bara haldið árshátið eins og aðrir?
-Snjórinn, mikið svakalega var ég hissa í gærmorgun þegar ég leit út um gluggann. Er það rétt sem ég hef heyrt fleygt hér í vinnunni að utanbæjarfólk sé mun líklegra til að aðstoða aðra í ófærð?
-Franskan, þarf að vera alveg ægilega dugleg næstu daga, er engan veginn að nenna því.
-Jólin, er farin að pæla í því hvernig ég eigi að púsla þessu saman. Þetta verður e-ð flakk milli Strandarinnar, Rvk og Eyjafjarðar en óljóst hvernig.

Semsagt allt í gúdí bara.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alveg sammála með Edduna, bölvað húmbúkk. Þetta er hins vegar ekki rétt hjá þér með aðstoðina í ófærð, utanbæjarfólk er eina fólkið sem KANN að aðstoða aðra í ófærð *landsbyggðarhroki* hihihi

Og hvar eru allir linkarnir þínir á aðra bloggara?

6:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home