fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Öðru hverju prófar maður eitthvað nýtt og í gærkvöldi gerði ég það og var sumt gáfulegra en annað. Ég semsagt smakkaði lunda og kengúru í fyrsta skipti í gærkvöldi. Lundinn var mjög bragðgóður og kengúran ágæt og á ég örugglega eftir að smakka hvoru tveggja aftur. Það var hins vegar ekki eins góð hugmynd að drekka capuchino kl. hálf ellefu í gærkvöldi. Var meira og minna vakandi til kl. að verða þrjú í nótt. Geri þetta ekki aftur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home