þriðjudagur, júní 12, 2007

Nokkrir punktar úr Spánar/Danmerkur ferð:
-Maturinn hjá NH hótelkeðjunni er óætur, hann er svosem ekki beinlínis vondur en það er ekkert bragð af honum. Um spænska matargerð get ég ekki tjáð mig þótt ég hafi verið á Spáni.
-Flugvöllurinn á Palma fær heiðurtitilinn "heimskulegasti flugvöllur sem ég hef nokkurn tímann farið í gegnum".
-Það er ekki góð hugmynd að senda fólk í ratleik í rúmlega 30 stiga hita.
-Það er frábært að djamma fram á morgun í Köben með Þórunni vinkonu.

Annað:
-Ég er að fara aftur út á hinndaginn, til Hollands, er ekki alveg að nenna því.
-Ég er ægilega syfjuð þessa dagna, hundskaðist ekki í vinnuna fyrr en rúmlega 9 í morgun.
-Ég fer í sumarfrí eftir tæpar 6 vikur.
-Mér finnst fátt leiðnlegra en að leita mér að íbúð.
-Og að síðustu eitthvað til að gleðja augað og hjartað:

Tanja Kristín


Guðjón Dunbar


Atli Þór

þriðjudagur, júní 05, 2007

Í fyrramálið er ferðinni heitið til Köben, þaðan fer ég svo til Sevilla eldsnemma á fimmtudagsmorguninn. Það verður ljúft að komast úr rigningunni hér í Reykjavík þó ég hafi svosem fengið smá forsmekk af góða veðrinu heima á ströndinni um helgina síðustu. Ég á samt í svolitlum erfiðleikum með að pakka fyrir ferðina, hverju klæðist maður á sæmilega virðulegri ráðstefnu í rúmlega 30 stiga hita? Ég veit að ég verð mikið inni og ég geri fastlega ráð fyrir loftkælingu en maður fer nú vonandi eitthvað út. Jamm, ég veit að þetta er algjört lúxusvandamál.
Farin að pakka.