Ég er orðin stór, en ein staðfestingin á því fékkst í dag. Ég var að skila skattaskýrslunni minni og skv. bráðbirgðaútreikningum skulda ég skattinum. Þetta hefur barasta aldrei gerst áður, venjulega á ég inni hjá þeim einhverja tugi þúsunda. En svona er þetta þegar maður tekur upp á því að fara vinna allt árið um kring eins og venjulegur slúbert. Loks orðinn góður og gegn þjóðfélagsþegn.
sunnudagur, mars 25, 2007
sunnudagur, mars 18, 2007
Á morgun fer ég til Þýskalands, nánar tiltekið til Leipzig. Þar er ég að fara á ráðstefnu um atvinnuþátttöku og endurmenntun fólks eldra en 50 ára. Ég á að halda fyrirlestur um ástandið í þessum efnum á Íslandi og er þess vegna í vinnunni á sunnudegi að undirbúa þetta svo ég geri mig nú ekki að algjöru fífli þarna úti. En ég verð í fríðum flokki kvenna sem allar vita mun meira um þetta en ég svo mér ætti að verða óhætt.
Annars er bara allt í gúdí gír hérna megin, nóg að gera sem alltaf er gott. Kom heim um síðustu helgi úr vikuferð til Amsterdam. Þar var ég á námskeiði fyrir EURES ráðgjafa sem var mjög skemmtilegt. Er alltaf að komast betur að því hvað ég er í raun frek og stjórnsöm, get ómögulega haldið kjafti í hópvinnu og þarf helst að stjórna. Hélt mig reyndar til hlés í einum hópnum þar sem verkefnið var að búa til plakat, mínir hæfileikar liggja nefnilega ekki þar svo vægt sé til orða tekið. Þarna var mikið af skemmtilegu fólki en ég fann mig best með skandínövunum, sérstaklega þó norsku stelpunni náttúrulega, og Þjóðverjunum.
Jæja best ég klári þetta, á eftir að pakka niður og strauja og svona fyrir morgundaginn.
Annars er bara allt í gúdí gír hérna megin, nóg að gera sem alltaf er gott. Kom heim um síðustu helgi úr vikuferð til Amsterdam. Þar var ég á námskeiði fyrir EURES ráðgjafa sem var mjög skemmtilegt. Er alltaf að komast betur að því hvað ég er í raun frek og stjórnsöm, get ómögulega haldið kjafti í hópvinnu og þarf helst að stjórna. Hélt mig reyndar til hlés í einum hópnum þar sem verkefnið var að búa til plakat, mínir hæfileikar liggja nefnilega ekki þar svo vægt sé til orða tekið. Þarna var mikið af skemmtilegu fólki en ég fann mig best með skandínövunum, sérstaklega þó norsku stelpunni náttúrulega, og Þjóðverjunum.
Jæja best ég klári þetta, á eftir að pakka niður og strauja og svona fyrir morgundaginn.