Ég er orðin stór, en ein staðfestingin á því fékkst í dag. Ég var að skila skattaskýrslunni minni og skv. bráðbirgðaútreikningum skulda ég skattinum. Þetta hefur barasta aldrei gerst áður, venjulega á ég inni hjá þeim einhverja tugi þúsunda. En svona er þetta þegar maður tekur upp á því að fara vinna allt árið um kring eins og venjulegur slúbert. Loks orðinn góður og gegn þjóðfélagsþegn.
3 Comments:
Fáðu þér barn. Þá dekka barnabæturnar þennan mínus, nema hann sé þeim mun stærri. Mjög hagkvæmt.
Hlakka til að sjá þig. Herbergið hennar Tönju er í keppnisástandi! ;)
Þarf ekki að fá mér barn mín kæra. Talaði við endurskoðandann minn og get reiknað flugmiðann til Boston í vor sem kostnað sem er frádráttarbær.
Tilhlökkun mikil á þessum enda líka.
Þegar maður byrjar að vera í mínus þá verður það þannig það sem eftir er - ég samhryggist þér vegna þessa skattaárs...gott samt með flugmiðann!!
kv. Erla maría
Skrifa ummæli
<< Home