"Pródöktív" helgi að baki. Þeysti norður á Akureyri eftir hádegi á föstudaginn til að taka munnlegt próf í dönsku. Ætla hér með að hætta að afsaka dönskuna mína. Ég get alveg bjargað mér á dönsku og rúmlega það og hana nú. Er búin að fá staðfestingu hjá fagmanni.
Á föstudagskvöldið var svo innflutningsteiti í sveitinni hjá systur minni elskulegri. Ég átti von á einhverju smá "get-together" en ég held að hálf Eyjafjarðarsveitin hafi mætt á svæðið. Er líða tók á teitið, bolluna og bjórinn brutust menn út í söng og þá ekki einhverju svona gítarrauli heldur leið manni eins og á karlakórsæfingu. Ég er ekki vön þessu úr minni sveit. En þetta var fínt en mikið svakalega var ég þreytt í lok teitisins sem og daginn eftir. Er komin úr æfingu. Svo var það bara franskan í gær. Eilíf gleði.
Á föstudagskvöldið var svo innflutningsteiti í sveitinni hjá systur minni elskulegri. Ég átti von á einhverju smá "get-together" en ég held að hálf Eyjafjarðarsveitin hafi mætt á svæðið. Er líða tók á teitið, bolluna og bjórinn brutust menn út í söng og þá ekki einhverju svona gítarrauli heldur leið manni eins og á karlakórsæfingu. Ég er ekki vön þessu úr minni sveit. En þetta var fínt en mikið svakalega var ég þreytt í lok teitisins sem og daginn eftir. Er komin úr æfingu. Svo var það bara franskan í gær. Eilíf gleði.