sunnudagur, maí 13, 2007

Stjórnin er fallin, í bili í það minnsta. Maður vorkennir eiginlega Framsóknarmönnum, meira að segja bændurnir virðast vera hættir að kjósa þá. Aldrei þessu vant er ég sammála honum Hannesi Hólmsteini, Vinstri Grænir og svo Sjálfstæðisflokkurinn eru sigurvegarar kosninganna. Samfylkingin er ekki sigurvegari skv. mínum kokkabókum en gæti vel verið komin í góða stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. Jamms, allt að gerast.

Fer heim um næstu helgi, 4-daga helgi í heiðardalnum.