þriðjudagur, september 25, 2007

Poznan er falleg borg, gamli miðbærinn sérstaklega. En hótelið okkar er ekki svo fínt, ekki á mælikvarða hinna velmegandi norðurlandabúa allavega. Herbergið mitt er í svona "soviet style" eins og ég kýs að kalla það, hefur sjálfsagt verið ægilega fínt á 7. áratugnum. Þemað er brúni liturinn, allt er brúnt, líka ljóti panellinn á veggjunum. En svona er þetta, Pólverjarnir segja þetta vera fínt hótel.

Jæja, verð að haska mér, held kynningu um dásemdir Íslands eftir fimm.

laugardagur, september 22, 2007

Voðalega er maður orðinn latur við þetta. Er að fara til Poznan í Póllandi í fyrramálið, kem reyndar aðeins við í Köben á leiðinni út og heimsæki Þórunni og Helga í síðasta skipti í Danmörku. Skrítið. Enn skrítnara verður svo að fara og heimsækja þau hér á klakanum.

Ætlaði að segja eitthvað meira, vá hvað ég er löt við þetta. Ætla frekar að kveikja á sjónvarpinu...

adíós