Ég er einn af þessum óákveðnu kjósendum sem langar svo að kjósa "rétt". Í fávisku minni hélt ég að þegar kosningar væru í nánd myndi rigna yfir mann loforðum og gylliboðum frá stjórnmálaflokkum sem vilja mitt dýrmæta atkvæði. Ég ætlaði semsagt að láta þá koma til mín, frekar en að ég þyrfti að afla mér upplýsinga sjálf. En nei, ekkert gerist. Ef ég vissi ekki betur þá myndi ég halda að hápumktur laugardagsins 12. maí n.k. væri Eurovision og kannski er það hápunkturinn, ekki bendir "kosningabaráttan" til annars. En skiptir þetta svosem einhverju máli, endar maður ekki hvort eð er ekki alltaf með því að kjósa Framsókn.
Smellti inn einni mynd af Atla Þór sem ég tók fyrir norðan um páskanna. Hann er bara sætastur.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home