fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Lítið um blogg þessa dagana enda nóg annað að gera. Nenni ómögulega að kveikja á tölvu þegar ég kem heim úr vinnunni. Mikið að gera í vinnunni, erum að halda námskeið á morgun og ég var að leggja lokahönd á kynninguna mína fyrir það. Eftir vinnu á morgun verður svo haldið heim í heiðardalinn þar úldinn matur verður etinn og brennivín sopið á laugardagskvöldið.

Þetta er með eindæmum leiðinleg bloggfærsla enda er ég gjörsamlega andlaus eftir daginn. Læt því staðar numið hér.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þú ættir að fara að blogga. Það er skömm að þessu.

Blob.

4:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home