þriðjudagur, janúar 23, 2007

Ligg í tvíbreiðu rúmi í herbergi á 21. hæð á Radison SAS Plaza hotel í Osló. Ég labbaði framhjá þessu hóteli á hverjum degi þegar ég var hér í starfsnámi fyrir rúmum tveimur árum síðan, átti heima í fimm mínútna göngufjarlægð héðan. Þetta er ægilega fínt hótel, hæsta bygging í Osló, 34 hæðir. Hér eru jakkafata klæddir karlmenn í miklum meirihluta, flestir sjálfsagt ægilega merkilegir og mikilvægir innan skandinavíska viðskiptaheimsins.
Fór áðan í dinner á arabískan veitingastað. Þar sat ég á púða á gólfinu við lág borð og milli rétta skemmti magadansmær okkur. Hún var mjög flott, ekkert anorexíu bull þar á ferð heldur alvöru kona með línur. Lambakjötið í aðalrétt var líka algjört æði.
Eina vandamálið ef svo skyldi kalla eru lyfturnar. Þær eru nefnilega of hraðskreiðar. Maður er bara nokkrar sekúndur neðan af 1. hæð upp á 21. og fæ alltaf í eyrun á leiðinni og skrítna tilfinningu í höfuðið. En eyrun á mér hafa svosem alltaf verið extra viðkvæm og glætan að ég nenni að labba þetta til að losna við þessi óþægindi.

Jæja farin að sofa. Vaknaði 4 í morgun eftir takmarkaðan svefn. Hilsen fra Norge.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl frænka og gleðilegt ár!
Gisti á 30. hæð á þessu hóteli eina helgi í júní 1997. Mjög fínt, minnir að það hafi verið 3 símar í herberginu - einn við rúmið, annar á skrifborðinu og sá þriðji á baðherberginu! Hef reyndar einhvern tíma líka drukkið nokkra kokteila á barnum á efstu hæðinni. Voða gaman! Og manni fannst maður alltaf verða eftir niðri þegar lyftan lagði af stað.

2:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég sé að þú ert jafn aktív og ég í blogginu... er ekkert að frétta?

3:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home