laugardagur, janúar 20, 2007

Er einhver þarna úti sem býr svo vel að eiga vídjótæki? Og langar að taka upp Bráðavaktina fyrir mig á miðvikudaginn og bjóða mér svo í heimsókn í framhaldinu? Ég er nefnilega að fara til Ósló á þriðjudaginn og kem heim á fimmtudaginn og missi því að þættinum góða. Í lok síðasta þáttar var allt hers höndum, enn meira en venjulega, og langar mig að sjá hvernig rætist úr.

Fyrir utan fyrirhugaða Óslóferð er helst í fréttum að ég er byrjuð á frönskunámskeiði hjá Alliance Francaise. Ég hef komist að því í þessum tveimur tímum sem ég hef mætt í að ég er ágæt í málfræðinni og get lesið svolítið en ég skil ekki rassgat og framburðurinn er hörmulegur. En þetta stendur allt til bóta því tilgangur námskeiðsins er jú að bæta þetta.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég á vídjó og vil gjarnan bjóða þér í heimsókn. Verst að bráðavaktin er ekki á dagskrá hér. Vonum að þú eigir góðar stundir í norge. Bon voyage!
Þórunn og Helgi.

1:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Viltu kannski að ég taki þetta upp fyri þig Þóra mín???
Mamma

7:01 e.h.  
Blogger Þóra said...

Já gjarnan elsku mamma mína.

9:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home