fimmtudagur, desember 14, 2006

Nú verð ég að monta mig, fékk 9 í frönskuprófinu. Lélegast var framburðarprófið þar sem ég fékk 7 en í stílnum þar sem ég átti að skrifa um fjölskyldu mína og áhugamál fékk 19 stig af 20 mögulegum. Ég kann semsagt að segja frá því á frönsku að ég eigi foreldra og litla systur, hún eigi svo tvö börn, ég elski þau öll ægilega mikið, ég leiki á rauðan gítar í frístundum (rauður til að sýna hvað ég er klár í stöðu lýsingarorða) og skokki en hafi lítinn tíma því ég vinni svo ægilega mikið.
Eins og kunnugir sjá, er sumt þarna satt en annað logið eða í það minnsta stórlega ýkt. En 9-an stendur.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt! Félicitations!!

Þórunn.dk.

9:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home