laugardagur, desember 30, 2006

Ligg í leti í sveitinni. Ósköp ljúft en þetta fer nú að verða gott. Næstsíðasti dagur ársins og því ekki seinna vænna en að gera upp árið sem er að líða. Tíðindalítið, átakalaust og þægilegt eru orð sem koma upp í hugann. Þetta var svona nokkurs konar hvíldarár, hef aldrei unnið eins lítið og hvílt mig jafn mikið. Ársins verður því ekki minnst mikið í mínum persónulegum sögubókum. En nú er mál að linni, nú skal brett upp ermar og hafist handa á nýju ári. Nóg eru verkefnin.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýtt ár frænka!
Bið að heilsa familíunni, kveðja frá Baunalandi.

4:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home