mánudagur, desember 18, 2006

Gerði góða reisu norður í land um helgina. Akureyri skartaði sínu fegursta, skreytt jólasnjó og jólaljósum. Að vísu var skítakuldi, upp undir 20 stig á laugardaginn, en það var logn svo þetta var allt í lagi. Fórum á snjósleða í gær og ég keyrði sleða sjálf í fyrsta sinn. Mjög gaman og ég vona bara að það verði enn einhver snjór um nýárið. Ekkert gaman að koma svo suður í rigninguna.

Og drengurinn heitir Atli Þór sem er eftir mér og Atla föðurbróður hans.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með nafnann :)

3:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verð bara að segja hvað mér finnst þetta gott nafn. Skemmtileg pæling.

Bergþóra

3:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju - ekkert smá gaman að fá svona nafn að gjöf :-) Óska þér líka til hamingju með einkunnina um daginn. Annars vorum við líka að skíra um helgina og heitir daman Lilja Rós.

3:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home