fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Verslunarmannahelgin búin og sumarið finnst manni eiginlega líka. Fór ekkert út úr bænumm,nennti ómögulega til Akureyrar þangað sem ég hef farið síðustu tvö ár. En til að sýna að maður er nú ekki dauður úr öllum æðum fórum við vinkonurnar á ball í Kántrý á sunnudagskvöldið og þar var sko tekið á því. Við skemmtum okkur afskaplega vel en vorum heldur rykugar á frídag verslunarmanna. Vil kenna æfingaleysi þar um.

Sumarið er nú samt ekki alveg búið. Kántrýdagar hér á Ströndinni aðra helgi, sömu helgi og menningin verður fyrir sunnan. Geri fastlega ráð fyrir miklu stuði.

1 Comments:

Blogger Helga said...

Norðlendingar eiga aldrei að ýja að því að sumarið sé búið strax eftir verslunarmannahelgi. Þá er það rétt að byrja. Þetta haustvæl Reykvíkinga strax í byrjun ágúst fór ólýsanlega í taugarnar á mér fyrst eftir að ég settist hér að. Hvað er huggulegra en dimm kvöld með eftirstöðvum af sumaryl? Ég tala ekki um ef maður er undir þrítugu!

Ástarkveðja,
Helga

11:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home