Kántrýdagarnir tókust með afbrigðum vel. Þægilega mikið eða lítið af fólki eftir því hvernig á það er litið, frábært veður og góð skemmtun. Ótrúleg heppni með veðrið, bestu dagar sumarsins frá fimmtudagi til sunnudags. Fór meira segja í gospel-messu í góða veðrinu í gær og ég er nú hvorki mikið fyrir messur né gospel. Enda fékk ég smá kjánahroll við að horfa á þá sem lifðu sig hvað mest inn sönginn en mikið svakalega hlýtur að vera gaman að vera svona sannfærður og trúa svona mikið.
1 Comments:
Ég fékk aðkenningu af sams konar hrolli í gær við fyrstu skyldumessu fermingarbarnsins tilvonandi og altarisgöngu.
Hvað stóð annars yfir prestinum í Kúrekum norðursins? "Hið villta vestur er hér"? Man það ekki alveg en sé prestinn og skiltið fyrir mér.
Skrifa ummæli
<< Home