laugardagur, júlí 22, 2006

Þvílík gleði, þvílík hamingja, sumarið er komið. Brast á með 20 stiga hita á ströndinni í dag, loksins engin leiðinda hafgola. Er því búin að vera úti í mest allan dag, fyrst að mála með mömmu og bræðrum hennar niðri á Jaðri og svo úti á palli þar sem að sjálfsögðu var grillað og etið í tilefni dagsins. Núna er ég svo að hugsa um að fara út að labba með elsku i-podinn minn.

Setti á mig sólarvörn meira að segja....ahhhhhhhhhh....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home