Ég er íbúðareigandi. Reyndar hef ég ekki minnstu hugmynd um hvar þessi íbúð er, hvernig hún lítur út eða hvað hún kostaði. En Sparisjóðirnir sendu mér fallegan póst þar sem mér var óskað innlega til hamingju með íbúðarkaupin og boðið lán til innrétta hana smekklega. Og varla ljúga svona virðulegar stofnanir.
Eftir að hafa hlegið svolítið af þessu ákvað ég að hringja í þá og grenslast fyrir um afhverju ég hefði fengið þennan póst og á hvaða upplýsingum markaðsdeildin hefði byggt þessa sendingu sína. Maður fer nefnilega aldrei of varlega á þessum síðustu og verstu. Hver vissi nema einhver ósvífinn hvítflyppi væri búinn að ræna "identity-inu" mínu og versla sér íbúð, bíl og hver má vita hvað út á kennitöluna mína. Annað eins hefur nú gerst. Svo ég hringdi, var gefið samband nokkrum sinnum og lenti síðan á konu sem nennti að athuga þetta fyrir mig og hringdi meira segja í mig aftur seinna um daginn. Málið var semsagt að þetta var sent á mig vegna þess að ég flutti lögheimili mitt á árinu.
Mér finnst þetta "leim". Frekar mikið að ætla öllum sem skipta um lögheimili að þeir séu að kaupa íbúð. En kannski er þetta bara aldurinn, aldur minn þ.e. Að 27 ára einstaklingur sem flytji lögheimili sitt hljóti nú bara að vera að kaupa íbúð. Þá er það víst ég sem er "leim".
Eftir að hafa hlegið svolítið af þessu ákvað ég að hringja í þá og grenslast fyrir um afhverju ég hefði fengið þennan póst og á hvaða upplýsingum markaðsdeildin hefði byggt þessa sendingu sína. Maður fer nefnilega aldrei of varlega á þessum síðustu og verstu. Hver vissi nema einhver ósvífinn hvítflyppi væri búinn að ræna "identity-inu" mínu og versla sér íbúð, bíl og hver má vita hvað út á kennitöluna mína. Annað eins hefur nú gerst. Svo ég hringdi, var gefið samband nokkrum sinnum og lenti síðan á konu sem nennti að athuga þetta fyrir mig og hringdi meira segja í mig aftur seinna um daginn. Málið var semsagt að þetta var sent á mig vegna þess að ég flutti lögheimili mitt á árinu.
Mér finnst þetta "leim". Frekar mikið að ætla öllum sem skipta um lögheimili að þeir séu að kaupa íbúð. En kannski er þetta bara aldurinn, aldur minn þ.e. Að 27 ára einstaklingur sem flytji lögheimili sitt hljóti nú bara að vera að kaupa íbúð. Þá er það víst ég sem er "leim".
2 Comments:
Hellú,
ég er líka íbúðareigandi samkvæmt þessum pósti Sparisjóðanna. Hefði nú verið gaman ef þeir hefðu sent manni heimilisfangið með svo maðr gæti skroppið í heimsókn.
B.
Hahahaha, þvílíkir lúðar!! Mér finnst að það ætti að hvetja fleira fólk sem hefur lent í þessu til að hafa samband við sparisjóðina vegna þessa - þetta er frekar hallærislegt!
Skrifa ummæli
<< Home