þriðjudagur, júní 13, 2006

Síðasti dagurinn í skólanum í dag. Skrifborðið mitt er loks orðið tómt og bara smá tölvudútl eftir. Hinum stutta og snarpa kennsluferli mínum er næstum lokið.

Boston var ágæt. Við heimsóttum nokkra skóla sem var mjög áhugavert og ég verslaði þónokkuð, mikið á minn mælikvarða en lítið á mælikvarða flestra ferðafélaga minna. Veðrið hefði mátt vera betra, sólin skein bara einn dag en hina dagana rigndi þótt droparnir væru misstórir og mismargir. En þetta var fínt.

Greinilegt að sumarið kom þessa viku sem ég var úti í Boston. Gras og tré orðin eiginlega sjúklega græn allt í einu. Sé þetta líka á dagatalinu, er komin með einhver plön fyrir hverja einstu helgi fram til 20. júli. Maður er svo "bisí" á sumrin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home