miðvikudagur, júní 28, 2006

Lítið um blogg þessa dagana enda sumarið loksins komið. Fínt veður síðustu daga og í daga er sól og rjómablíða. Ég er nú bara í hálfgerðu sumarfríi finnst mér, er í þægilegri innivinnu hérna í bankanum, byrja að vinna kl. 9, fæ klukkutíma í mat og er yfirleitt komin heim fyrir kl. 17. Svo eru líka peningar einfaldari en unglingar svo ég þarf ekkert að hugsa um vinnuna eftir að ég kem heim á kvöldin. Afskaplega ljúft semsagt.

Næstu helgi er svo stefnan að fara á landsmót hestamanna á Vindheimamelum, já ég sagði hestamannamót. Svona er maður nú orðin sveitalegur. Verð á vakt fyrir slysavarnafélagið á sunnudeginum en á laugardagskvöldinu er ætlunin að vera óbreyttur mótsgestur. Birna og Sindri ætla og systir mín tjáði mér að þetta væri afskaplega skemmtileg samkunda og maður þyrfti engan áhuga að hafa á hestum til að fara. Sem er eins gott því ég hef takmarkaðan áhuga á hestum sem og öðrum ferfætlingum.

Ég ætla í sólbað eftir vinnu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home