Fór á Siglufjörð í gær í vorferðalag með krökkunum. Fórum m.a. á síldarminjasafnið sem safnanördanum mér fannst náttúrulega mjög gaman. Annars er andrúmsloftið á Siglufirði hálf sorglegt svo ég leyfi mér að taka svo til orða. Fólkinu hefur fækkað svo á síðustu árum að nú búa meira en helmingi færri þarna en bjuggu þegar flest var. Fólki er svosem að fækka á flestum svona krummaskuðum úti á landi, líka hér á Ströndinni, en þetta er einhvern veginn sérstaklega áberandi á Siglufirði. Þar eru svo mörg gömul hús sem sýna að þetta var ein sinni bær með bæjum. Hér er ekkert svoleiðis.
En hvað er þetta veðrið, ömurlegt. Ógeðslegur skítakuldi, ég mótmæli, ég mótmæli harðlega.
En hvað er þetta veðrið, ömurlegt. Ógeðslegur skítakuldi, ég mótmæli, ég mótmæli harðlega.
1 Comments:
Siglufjörður hefur ekki verið að gera sig síðan Síldarævintýrið átti sér stað. En þó maður gæti aldrei hugsað sér að búa þarna þá er sorglegt að staðurinn deyji algjörlega út. Spurning hvort nýju göngin muni bjarga einhverju þar um?
Hilsen úr rigningunni í Dk, Þóra.
Skrifa ummæli
<< Home