laugardagur, maí 06, 2006

Fíni pallurinn hans pabba var formlega tekinn í notkun í dag. Hentum folaldakjöti á grillið og sötruðum bjór. Frábært að borða úti á stuttermabol í byrjun maí, man bara varla eftir slíku. Vonandi veit þetta á gott fyrir sumarið. Minnti mig barasta á Álaborgina.

Hvernig væri nú að heimsækja mig og nýja pallinn í sumar??

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæl og blessuð vinkona. Ég kom í norðurlandið um helgina og hafði bara ekkert samband við þig - svona er ég leiðinleg. Var í málningarvinnu og eins og hjá þér var grillað og borðað úti á laugardagskvöldið - yndislegt veður á ströndinni. Heyri í þér,
kv. THE B

3:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home