fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Mér finnst gaman að læra. Ég er búin að fá yfir mig nóg af "alvöru" lærdómi en mér finnst mjög gaman að dunda við tungumálanám. Ég held ég sé bara búin að finna hobbýið mitt. Spurning um að hætta sér svo einhvern tímann á næstu árum aðeins út fyrir þetta bóklega. Fara á námskeið í matreiðslu, dansi eða fatasaum til dæmis. Annars byrja ég á námskeiði hjá mömmu í kvöld í ullarsokkagerð. Ég þarf ullarsokka en kann ekki að prjóna þá. Ég að kann að vísu að fitja upp og prjóna en ekki mikið meira, hef ekki hugmynd um hvernig maður býr til hæl. Mamma verður ekki eilíf frekar en aðrir og við vonum báðar að hún fari á undan mér. Og þá verður gott að geta prjónað sér ullarsokka.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú gætir jafnvel skrifað svo leiðbeiningar um hvernig maður prjónar ullarsokka á mismundandi tungumálum?
Sakna þín...
Þórunn.

12:21 e.h.  
Blogger Helga said...

Sæl frænka mín. Gaman að vita að þú fylgist með mér - ég fylgist auðvitað með þér. Datt í hug staður sem við vildum vera á (sameinar tvö-þrjú atriði í fernunni): uppi í stóra rúmi á Kvisthaga að horfa á Bráðavaktina og hlæja að skjátextunum. Þú verður að fara að láta sjá þig.
Bestu kveðjur

11:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að taka undir með frænku þinni. Þú verður að fara að láta sjá þig mín kæra. Við söknum þín mikið og hlökkum til að sjá þig. Nú er ekki einu sinni nóg að koma norður til þess að hitta þig því þú flýrð bara enn norðar (alltaf norður í allar áttir).
allir sakna þín, þú ert svo skemmtileg og góð,
kv.
Bergþóra

5:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home