miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Hermi eftir Helgu frænku og geri fernu. Verð þó að breyta henni aðeins.

Fjórir sjónvarpsþættir: Bráðavaktin (nema hvað), Matador (eins og Helga frænka), Yngismær (brasilísk sápa sem sýnd var á Rúv)og Friends (horfðum alltaf á í þynnku og öðrum leiðindum).

Fjórar bíómyndir: Shawshank redemtion, Seven (hefur aldrei liðið eins illa eftir bíóferð), Pretty woman (ég veit...ég var á "viðkvæmum" aldri)og Sódóma (fór með pabba í bíó).

Fjórir staðir sem ég hef búið á í Reykjavík (alltof mikill dreifari til að hafa það 101 eða austan eða vestan við læk): Safamýri, Kvisthagi (hjá Helgu frænku), Eggertsgata, Nýlendugata.

Fjórir staðir sem ég hef búið á úti á landi: Jaðar (á Skagaströnd), Bankastræti, Spítalavegur (Akureyri) og Furulundur (líka á Akureyri).

Fjögur störf sem ég hef gripið í: au-pair, afgreiðslustúlka í bakaríi, málari, fiskverkakona.

Gott að borða: lambakjöt með bernes, kims flögur með sýrðum rjóma og lauk, skinkuhornin hennar mömmu, lambapottrétturinn hennar ömmu.

Fjórir staðir ég vildi heldur vera á:
Í götunni í Álaborg með Þórunni sötrandi bjór, í kartöflugarðinum í Selvík að taka upp kartöflur, í sól og sumaryl á nær mannlausri, afskektri eyju og labbandi niður Karl Johan í Osló á kyrru og köldu vetrarkvöldi.

Fjórir staðar sem ég hef heimsótt í fríum:
Tívolíið í Köben, Costa des Sol á Spáni (aðallega barir og næturklúbbar þar), Chitzen Itza í Mexíkó, Radio City Music Hall í New York.

Fjórar slóðir sem ég kíki oft á:
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/frontpage
http://www.skagastrond.is/
http://www.skolavefur.is/
http://laertes.webct.is/webct/entryPageIns.dowebct

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home