sunnudagur, febrúar 12, 2006

Það eru byrjaðir ólympíuleikar í sjónvarpinu, ég elska Ólympíuleika sem og flest önnur stórmót í íþróttum en Ólympíuleikarnir eru náttúrulega það besta. Ég varð verulega fúl fyrir fjórum árum þegar ekkert var sýnt frá leikunum í Salt Lake city. En allavega, ég hef legið yfir þessu í dag, horfði á brunið og svo skíðagöngurnar tvær. Skíðagangan hjá körlunum var æsispennandi, á endasprettinum var ég staðin upp til að hvetja minn mann til dáða. Ég held semsagt alltaf með Norðmönnum sem er ágætt því þeir eru nú sterkir í þessum greinum. Frode Estil er hetja dagsins. Hann datt í byrjun göngunnar, fékk tvo ofan á sig og braut annað skíðið. Á endanum varð svo þessi brosmildi nojari í 2. sæti og vantaði bara herslumuninn í það fyrsta. Annars eru þessir skíðagöngumenn svolitlir töffarar. Þetta er ægilega erfið íþrótt en pínu hallærisleg ásýndar svo þeir eru eiginlega svona svalir nördar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home