miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Er að undirbúa kennsku í samfélagsfræði í 9. bekk, ætla að tala um kalda stríðið sem var búið þegar þau fæddust.

Annars bara fínt að frétta, nóg að gera eins og venjulega. Eftir vinnu ætla ég að klára að læra í dönsku og svo er það leikfimin kl. 6. Ég er semsagt í tveimur áföngum í fjarnámi, dönsku og frönsku. Ég missi því af leiknum við Króatana í dag.

Skrapp norður á Akureyri á laugardag og var fram á sunnudag. Birna og Sindri fóru á þorrablót og ég passaði Tanusinn. Við sungum, fórum í feluleik, spiluðum svona lita útgáfu af veiðimanni og dönsuðum. Jamm, daman heimtaði að við dönsuðum við Júróvisjón. Ég fékk það í gegn að við dönsuðum bara við annað hvort lag. Svo borðuðum við nátturulega pitsu og snakk en Tanja virðist vera sami snakk fíkillinn og ég. Semsagt mikil gleði og mikið fjör.

Að lokum nokkrir punktar:

Danmörk versus Íslam: Jyllandsposten á að biðjast afsökunnar. Maður gerir ekki grín af ákveðnum hlutum. Sumir hlutir eru bara heilagir. Það eru ábyggilega einhverjir hlutir sem ég eða við erum viðkvæm fyrir. Það er reyndar ekki guð og kristin trú í mínu tilfelli þar sem ég er ekkert sérstaklega trúuð en það er þá bara eitthvað annað.

Herra Ísland: Fátt hallærislegra en að vera kosinn herra Ísland nema ef vera skyldi að vera svo rekinn úr djobbinu. Hvað er þetta líka með hárið á drengnum? Hann eyðir sjálfsagt helmingnum af deginum í að "stæla" það.

Ísland versus Rússland: Ég hafði ekki minnstu trú á að þeir myndu vinna þennan leik. En annað koma á daginn. Ég er jafn svartsýn fyrir Króataleikinn.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ætli hann hefði verið rekinn úr djobbinu hefði konan hans verið ólétt, svona eins og með Ragnh-somthing-somthing Guðfinnu? Nei bara spyr.

3:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek undir það að Jyll... ætti að biðjast afsökunar - fyrst þetta særði blessað fólkið svona. Hins vegar finnst mér að erfitt sé fyrir umrædd ríki að ætlast til þess að við fylgjum þeirra verðmætamati og virðum ef þau eru ekki tilbúin að gera slíkt hið sama. Þetta er nú bara meint svona almennt.
Tólið

3:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home