föstudagur, febrúar 17, 2006

Það er ástand. Hríðargarg annan daginn í röð. Svosem engin stórhríð, sést alveg á milli húsa, en alveg nóg samt. Það versta í þessu er að subaruinn er bilaður og litli dæjarinn er nú ekki til stórræðanna í snjó. Þetta þýðir að maður þarf bara að labba úr og í skóla og það er ekkert skemmtilegra en þegar ég var krakki þó ég fari heldur hraðar yfir núna. Vill til að góðhjartaðir samborgarar á jeppum taka mann gjarnan upp í.
Í gær samdi ég fyrsta "leikritið" mitt. Ég ætla ekki að halda áfram á þeirri braut. Í næstu viku er árshátíð í skólanum og partur af því að vera umsjónarkennari er að vesenast í því með bekknum sínum. Ekki mitt uppáhald.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home