Tók aðeins til hérna í kotinu áðan. Opnaði vatnsflösku sem ungverska stelpan ég leigði herbergið í nokkrar vikur í sumar skildi eftir. Upp úr flöskunni steig mjög svo höfugur ilmur, greinilega áfengi. Ég kannaðist við þessa lykt, varð svoldið óglatt svo greinilega voru ekki allar minningarnar góðar. Ég hellti glundrinu í vaskinn svo nú lyktar baðherbergið mitt. Svo fattaði ég loksins hvað þetta var, tekíla var það. Ekki að undra að ég kæmi lyktinni ekki fyrir mig, hef ekki drukkið tekíla í einhver sex ára eða svo. Fékk nóg í Spánarferðinni um árið, sælla minninga.
1 Comments:
Öfugu buxurnar, já ég held að það hafi verið hápunktur djammáranna ásamt reyndar Spánarferðinni allri. Hef aldrei innbyrt jafn mikið af áfengi og gert jafn mikið af heimskulegum en jú líka skemmtilegum hlutum eins og þá.
Skrifa ummæli
<< Home