sunnudagur, nóvember 06, 2005

Síminn minn virkar ekki. Einhverra hluta vegna virðist batteríið skyndilega hafa tekið upp á því að hlaðast ekki. Þetta er mjög óþægilegt, sérstaklega þar sem nú hef ég enga vekjaraklukku. Vakna reyndar oftast áður en klukkan hringir en það er nú samt erfitt að treysta bara á það. Þetta pirrar mig afskaplega mikið verð ég að segja, fyrst var tölvunni stolið, nú bilar síminn. Ætli sjónvarpið mitt springi næst í loft upp?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home