Nóvember að verða búinn og ég er farin að hugsa um áramót og áramótaheit. Ég hugsa að aðaláramótaheitið mitt verði að draga verulega úr "stundun" hvers kyns fjölmiðla. Í ritgerðar einangruninni hér í Danmörkunni síðustu vikur hef ég nefnilega notað fjölmiðla óhugnalega mikið. Ég horfi á sjónvarp, hlusta á útvarp, fer á netið og les moggann á bókasafninu í hádeginu. Ég er því vel inn öllu sem er að gerast heima og þykir fréttnæmt, fylgist með lífi einhvers fólks sem ég þekki jafnvel ekki neitt í gegnum bloggið þeirra og síðast en ekki síst geng ég í gegnum súrt og sætt með hellingi af áhugaverðu fólki í amerískum sjónvarpsþáttum.
Ég er því kannski orðin svolítið eins og ein sögupersónan í nýjustu bók Hallgríms Helgasonar, Roklandi (já, ég hef lesið og heyrt um bókina á netinu að sjálfsögðu). Mamma aðalsögupersónunnar gerir nefnilega víst lítið annað en að horfa á sjónvarpið, hún vinnur sína 8 tíma og sest svo fyrir skjáinn um leið og hún kemur heim. Líf hennar er í raun innihaldslaust, hún lifir í gegnum liðið á skjánum. Nú er ég ekki að segja að líf mitt sé orðið tómið eitt og ég lifi orðið í gegnum fjölmiðlana. En það gæti orðið þannig. Þess vegna ætla ég þegar ritgerðarstússi lýkur að grípa strax í taumana. Sjónvarpsfrí kvöld og internetlausir dagar. Það verður áramótaheitið í ár. En núna ætla ég horfa á Beðmál í borginni, maður verður nú að fá smá "action".
Ég er því kannski orðin svolítið eins og ein sögupersónan í nýjustu bók Hallgríms Helgasonar, Roklandi (já, ég hef lesið og heyrt um bókina á netinu að sjálfsögðu). Mamma aðalsögupersónunnar gerir nefnilega víst lítið annað en að horfa á sjónvarpið, hún vinnur sína 8 tíma og sest svo fyrir skjáinn um leið og hún kemur heim. Líf hennar er í raun innihaldslaust, hún lifir í gegnum liðið á skjánum. Nú er ég ekki að segja að líf mitt sé orðið tómið eitt og ég lifi orðið í gegnum fjölmiðlana. En það gæti orðið þannig. Þess vegna ætla ég þegar ritgerðarstússi lýkur að grípa strax í taumana. Sjónvarpsfrí kvöld og internetlausir dagar. Það verður áramótaheitið í ár. En núna ætla ég horfa á Beðmál í borginni, maður verður nú að fá smá "action".
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home