laugardagur, nóvember 12, 2005

Öll þessi nútíma tækni er frábær þegar maður er í svona sjálfskipaðri útlegð eins og ég er í núna. Stundum er bara næstum eins og maður sé heima á Fróni. Ég fylgist með fréttum á netinu, hlusta á rás 2 meðan ég skrifa og horfi stundum á íslenskt sjónvarpsefni. Er til að mynda farin að fylgjast með Popppunkti, horfi stundum á spaugstofuna og hef reynt að horfa á "Íslenska bachelorinn". Ég segi reynt af því að stundum fer ég svo hjá mér fyrir hönd einhverrar stelpunnar eða piparsveinsins sjálfs að ég get bara ekki horft lengur. Vitleysan og þruglið í þessum er nefnilega svo yfirgengilegt. Að fólkið skuli hafa látið hafa sig út í þetta er mér bara ómögulegt að skilja. En samt horfi ég öðru hverju til að fá lágkúruskammtinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home