Jæja, Þá er loksins komin formleg dagsetning á vörnina, 21. des kl. 14. Mér létti stórum að vörnin frestaðist ekki fram í janúar. Fyrst þetta er komið á hreint hef ég staðið í nauðsynlegum útréttingum í dag. Ég sagði herberginu mínu upp og sjónvarpinu og pantaði flug. Lendi á klakanum rétt fyrir 11 fimmtudagskvöldið 22. des. Þetta er farið að styttast verulega, bara þrjár vikur eftir.
Allra síðasti yfirlestur hefst í fyrramálið, viku fyrir skil.
Allra síðasti yfirlestur hefst í fyrramálið, viku fyrir skil.
2 Comments:
Hálf asnalegt að gera þetta á eigin heimasíðu en til hamingju með vinnuna stelpa. Reyndi að hringja í þig heim til þín en engin svaraði svo ég varð bara að gera þetta svona. Og ég er viss um að það verður allt í lagi með ritgerðina, mundu bara að þeir tala meira um það sem er að en það sem er gott.
Það liggur við að maður segist líka vera að vinna að ritgerð bara svona til þess að vera með. En annars þá sat ég og beið eftir því að þú hringdir í gær - og svo er maður bara svikinn og ekkert gerist. Já nú er ég bara reið.
BHG
Skrifa ummæli
<< Home