Hitti ekki superinn hræðilega fyrr en eftir hádegi á föstudaginn, vikan er nefnilega svo þéttsetin hjá honum. Svo að nú liggur ritgerðin hjá honum þangað til hann les hana á föstudagsmorguninn. Hefði nú verið viturlega finnst mér að láta mig bara vita af þessu svo ég gæti dútlað við ritgerðina þangað til á fimmtudaginn. En svona er þetta, í Danmörkunni hafa jú allir nægan tíma. Þessi rólegheit alltaf geta gert mig alveg vitlausa. Hugsa að ég reyni að undirbúa fyrirlesturinn við vörnina eitthvað í vikunni. Ákveða hvað ég ætla nú að rausa um og svona.
Ætla að elda eitthvað gott í dag, hef ekki gert það í einhverja viku.
Ætla að elda eitthvað gott í dag, hef ekki gert það í einhverja viku.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home