miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Ég er búin að úrskurða símann minn ónýtan. Fór til þeirra hjá TDC í dag og þar kom í ljós að það er síminn sjálfur en ekki hleðslutækið eða batteríið sem bilaður. Veit að það kostar alltaf formúu að gera við svona og síminn er nú ekki mjög verðmætur svo hann verður ekki notaður mikið meira. Veit ekki hvenær ég fæ mér nýjan síma en það verður ekki alveg á næstunni.

Vottar Jehóva bönkuðu upp á hjá mér áðan, létu mig fá tvo bæklinga og lásu upp fyrir mig úr biblíunni. Upplesturinn fjallaði aðallega um það að ég ætti að íhuga það vel og vandlega hvað ég ætlaði að gera með líf mitt. Þurfti nú ekki að segja mér það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home