þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ég er búin að búa hér á kolleginu í ca. fjóra mánuði alls. Var að komast á því áðan að það er Fakta matvöruverslun hérna rétt hjá og bakarí. Polar centret heitir staðurinn sem ég hef bara aldrei tekið eftir áður. Fakta er náttúrulega mun skemmtilegri búð en Super Spar þar sem ég versla venjulega, meira vöruúrval og ódýrari. Soldið seint í rassinn gripið en hér eftir verður verslað í Fakta.

Er alveg búin að fá upp í kok af verunni hérna. Vil bara ljúka þessu af.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nau nau, hvar fannstu það? Híhí, þú hefur þá eitthvað "nýtt" að skoða seinustu vikurnar ;) Ætlaru að kíkja í heimsókn fljótlega?
Kyssknús,
Þórunn

4:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home