mánudagur, nóvember 14, 2005

Fór aðeins í bæinn áðan til að kaupa strætó- og símakort. Greinilegt að jólin eru að koma hér í Áló sem og annarsstaðar. Búið að skreyta miðbæinn þótt enn eigi eftir að tendra ljósin og verið er að setja upp kofana fyrir útijólamarkaðinn á Gammel Torv. Það er líka greinilegt að kosningar eru í nánd, sveitarstjórnarkosningar eða komunevalg á hinn daginn held ég. Ég hlýt að líta eitthvað róttæknislega út því einu pésarnir sem ég fékk voru frá Radikale Venstre og Enhetslisten sem eru smáflokkar lengst til vinstri. Ég ætla ekki að kjósa enda ekkert kynnt mér málin og á aðeins eftir að vera hérna í nokkrar vikur í viðbót.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vildi nú bara leiðrétta. Þrátt yri nafnið er Radikale venstre er miðjuflokkur, svona borgaraleg útgáfa af Framsóknarflokknum. Var nefnilega (síðla á 19. öld) róttæk klofningsafl úr Venstre (sem er hægri frjálslyndur flokkur) - gamla bændaflokknum. Háskólaborgarar hafa löngum stutt RV.

5:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home