sunnudagur, nóvember 13, 2005

Algjört sukk og svínarí. Sit upp í rúmi og læri og borða vínber og camembert, læt allt eftir mér. Danski camembertinn er ekki eins góður og sá íslenski, náttúrulega ekki. Bragðið ekki eins mjúkt einhvern veginn. Annars eiga Íslendingar oft í vandræðum ef svo má segja með ostinn hérna í Danaríki, oft voðalega sterkur með táfýlulykt.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nákvæmlega rétt með danska ostinn. Flestir enda í einhverjum barnaostum eins og Lillebror. Og við val á ostum er gott að hafa einhvern Dana sem þekkir marga Íslendinga með því að þeir geta yfirleitt auðveldlega sagt til um hvaða osta Íslendingar eiga að forðast að kaupa.

11:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home