mánudagur, september 26, 2005

Varðandi Baugsmálið... nei ég held ég sleppi því bara að tjá mig eitthvað um það að ráði. Veit ekki hverju eða hverjum ég á að trúa. Finnst eiginlega merkilegast í þessu hvað blöðunum virðist óhikað vera beitt í þessu máli. Hér einu sinni voru blöð ekkert að þykjast vera óháð, menn vissu alveg hvað þeir voru að lesa ef þeir tóku upp Þjóðviljann, Tímann eða Moggann. En nú þykjast allir vera frjálsir og óháðir. Hlutlægni er bara einfaldlega ekki til og maður á ekki að halda það einu sinni. Það eru allir að skrifa út frá einhverju fyrir einhvern. Morgunblaðið og Fréttablaðið gera rúmlega það.

Veturinn hefur skyndilega gert vart við sig hér á ströndinni. Bara snjór og hríðargarg um helgina og í nótt brast á með norð-austan stormi. Sem betur fer hlýnaði áður annars hefði þetta orðið ekta stórhríð. Gat lítið sofið í nótt, er orðin svo óvön þessum látum í veðrinu. Helgin bar merki veðursins úti, maður verður einhvern veginn svo latur og lélegur. Fór varla út úr húsi en horfði því meira á vídjó. Ég og pabbi eyddum góðum hluta gærdagsins í að horfa á Der Untergang, þýska mynd um síðustu daga Hitlers. Góð mynd fannst mér. Pínulítið ruglingsleg á köflum því hún gerir ráð fyrir talsverðri sögulegri þekkingu. Verð að viðurkenna að sagnfræðingurinn ég er ekki alveg nógu vel ínn í hver-er-hver í sögu þriðja ríkisins. En ég naut dygglegrar aðstoðar föður míns sem er talsvert betur inn í því hvað Göring gerði versus Himmler t.d. og hver örlög Spiel urðu eftir stríð.

Lítið gengið við skriftir í dag en eitthvað þó. Þetta er allt í áttina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home