þriðjudagur, september 06, 2005

Stundum verð ég alveg ægilega þreytt á því að skrifa á ensku, sérstaklega þegar heimildirnar eru mest á íslensku. Ég hugsa þetta nefnilega á íslensku og verð svo eiginlega bara að þýða það yfir á ensku. Og hef bara miklu meiri orðaforða á ástkæra ylhýra heldur en í engilsaxneskunni. Það kemur líka fyrir þegar ég leita í huganum að einhverju ensku orði að það kemur upp í hugann á dönsku. Mér öðruvísi áður brá. Þetta hefði seint gerst fyrir nokkrum árum. En þá var ég reyndar ekki að skrifa á ensku og hafði heldur ekki búið í Danmörku...

Best að halda sig að verki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home