þriðjudagur, september 13, 2005

Líkaminn lætur finna fyrir sér í dag, er með strengi í rassi og lærum og verki í baki og hnjám. Ástæða þessa er tvíþætt, kartöfluupptaka á sunnudaginn og leikfimi í gær. Fann að ég hafði engu gleymt í kartöflunum þrátt fyrir að 10 ár séu síðan ég gerði þetta síðast. Fann líka til í lófunum eftir átökin með grefið, það gerðist nú ekki hérna í den. Er greinilega að verða að aumingjans skrifstofublók, hef ekki unnið að neinu viti með höndunum í mörg ár annað en að pikka á lyklaborð.

Séra Bondevik fallinn í Noregi, Stoltenberg væntanlega næsti forsætisráðherra. Búið að sýna margar myndir frá Karl Johans gate, aðalgötunni í Osló, bæði upp að höllinni og niður að Oslo S lestarstöðini núna í aðdraganda kosninganna. Fæ alltaf létta nostalgíu þegar ég sé þessar myndir því ég gekk upp og niður Karl Johan á hverjum degi í nokkra mánuði í fyrra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home