miðvikudagur, september 28, 2005

Fór á fund um sameiningarmál í félagsheimilinu í gærkvöldi en til stendur að sameina Skagaströnd, Blönduós, Skagabyggð og Áshrepp. Þetta var ágætur fundur þótt hann væri ansi langur eða næstum þrír tímar. Mæting var sæmileg og félagsmálaráðherra var mættur á svæðið. Það eru nokkuð skiptar skoðanir um ágæti sameiningar heyrist manni en ég held það næstum alveg öruggt að þetta verði fellt hérna. Málið er að það að virðist vera voðalega óljóst hvað myndi raunverulega breytast við sameiningu, til að mynda hvernig stærsti málaflokkurinn skólamálin myndu verða. Ég er í prinsippi fylgjandi sameiningu þó ég sé í mörgu sammála þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á þetta ferli og framkvæmdina. En ég kýs ekki því ég er ekki á kjörskrá. Lögheimili mitt er víst úti í Áló.

Hérna er svo sönnun þess að það er ekki að ástæðulausu sem ég hef verið að kvarta undan veðrinu undanfarið. Vindstyrkurinn fór víst allt upp 35 m/s í hviðum á mánudaginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home