miðvikudagur, júní 22, 2005

Það var Ólafi Þ. Þórðarsyni þingmanni Framsóknarflokksins sem vantaði betra púlt í umræðum um EES-samingi á 116. löggjafarþingi íslenska lýðveldisins haustið 1992.

Annars eru ræðurnar mjög misjafnar og mis "djúsí". Ingibjörg Sólrún er t.d. frekar fræðileg og laus við þjóðarrembing enda menntaður sagnfræðingur, Steingrímur J. er alltaf að skammast yfir því að einhverjir séu ekki í salnum til að hlusta á hann og Ólafur Ragnar er afskaplega langorður. Skemmtilegastir hingað til hafa verið Hjörleifur Guttormsson og áðurnefndur Ólafur Þ. Þórðarson. Hjörleifur fer í umræðum um EES að tala um 3. heiminn og að við eigum nú að standa með honum gegn auðvaldinu frekar en að ganga í eina sæng með auðvaldi þessu með EES samningnum. Ræða Ólafs er svo hin furðulegasta hingað til. Yfir henni sterkur þjóðernishyggju fnykur, allt er ómögulegt í Evrópu og gott á Íslandi. Þar segir meira að segja að Ísland sé nú bara yfirhöfuð ekki í Evrópu og að ítalska mafían sé inn í ESB og hvort við ætlum virkilega að gangast á hönd bandalagi með slíka glæpamenn innan borðs.

Jamms, svona er nú það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home