Var að labba úr strætó áðan og sá þá hóp af nýstúdentum skríddum hvítum kollum á palli einhvers konar hertrukks. Við þessa sýn var mér hugsað til þess að ég útskrifaðist líka í júní mánuði fyrir einhverjum árum síðan. Nánar til tekið 17. júní fyrir sjö árum síðan í blíðskaparveðri norður á Akureyri. Og þá fattaði ég allt í einu að það er einmitt 17. júní í dag og ég get því fagnað sjö ára stúdentsafmælinu ef mér sýnist svo.
Jamm, það er fátt sem minnir á 17. júní, þ.e. að dagurinn sé þjóðhátíðardagur Íslendinga, hér í Álaborginni. En ég sakna þess reyndar lítið að vera heima, í minni sveit er sjaldnast haldið sérstaklega upp á þennan dag.
Jamm, það er fátt sem minnir á 17. júní, þ.e. að dagurinn sé þjóðhátíðardagur Íslendinga, hér í Álaborginni. En ég sakna þess reyndar lítið að vera heima, í minni sveit er sjaldnast haldið sérstaklega upp á þennan dag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home