miðvikudagur, júní 15, 2005

Svaka gott veður hérna í Áló í dag, sól og hitinn yfir 20 stigum. Fór í smá gönguferð og litli íslendingurinn næstum því stiknaði enda var ég með flíspeysuna bundna um mittið. Hef lært það að hafa alltaf peysu með mér sama hversu gott veðrið er því jú fljótt skipast veður í lofti. En það á kannski ekki jafn vel við hér og heima. Hitinn á svo víst að hækka enn eftir því sem líður á vikuna, 27 stig skv. spánni á sunnudaginn. Hef ekki verið í slíkum hita síðan sumarið 1999. Verð að muna að kaupa mér sólarvörn því ég væri vís með það að brenna.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vúpps! Vissi að það var eitthvað sem ég gleymdi að segja þér þegar ég heyrði í þér. Fjarstýringin er heima hjá okkur - só só sorrí. Vissi að það var einhver ástæða fyrir því að ég vildi láta þig fá lykil að íbúðinni... Ef þú saknar hennar voða mikið get ég fengið vin okkar sem er með hinn lykilinn til að hitta þig og þú getur þá fengið lykilinn og sótt fjarstýringuna? Hann býr við Nytorv, alveg í leiðinni heim til okkar. SMS mér eða email. Sjáumst eftir örfáa daga! Knúsbús.

2:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home