mánudagur, júní 13, 2005

Komin enn á ný til Danmerkurinnar sem tók á móti mér með mígandi rigningu og 12 stiga hita. Veðrið var svosem nokkuð í takt við geðslagið sem gæti alveg verið betra eins og veðrið. Kvíði því að hitta "vonda" prófessorinn á morgun og er þreytt og slæpt eftir langt ferðalag. Ekki bætir úr skák að ég sé fram að verða hálf einmana næstu vikuna því Þórunn og Helgi eru stödd heima á Íslandinu.

Það er duldið skrítið einhvern veginn að koma hingað, þekkja allt en samt ekki. Herbergið mitt er líka skelfilega tómt og eyðilegt og einhverra hluta vegna var ekkert vatn í klósettinu, kom samt þegar ég prófaði að sturta niður. Semsagt eintóm gleði á Kollegivej 6 í kvöld.

Og Þórunn, hvar er fjarstýringin mín?

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I am with you in spirit. Sem er svolítið skrítið því ég er víst líka svoleiðis í Bandaríkinu - ætli ég sé þá alveg spiritless hérna á Fróni?

B

10:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home