sunnudagur, júní 19, 2005

Klikkað veður úti. Hitinn upp undir 25 stig og glaðasólskin. Og ég sit inni. Ætla að læra aðeins en svo ætla ég að stelast aðeins út í góða veðrið.

Vídjókvöld í gærkvöldi, Meet the Fockers og Sylvia. Meet the Fockers ekkert spes, mun síðri en fyrri myndin en hægt að brosa út í annað á stöku stað. Seinni myndin betri, um ævi en þó aðallega dauða ameríska ljóðskáldsins Sylviu Plath.

En nú skal snúið sér að því að lesa ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar um EES frá árinu 1992. Jamm, eintóm gleði.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hér er sko engin sól og hvað þá heldur einhver hiti. Rok og rigning. En svona er þetta bara og lítið hægt að gera í því. Langar samt mikið í sól og sælu.

kv. B

2:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home