Ógeðsleg skordýrin hér í borg á sumrin. Var úti að labba áðan og sá fjöldann allan af svona svörtum, stórum sniglum á gangstéttunum. Sumir voru greinilega enn á lífi og hreyfðu sig hægt og silalega eins venja er víst meðal snigla. Annað ógeð eru svo mauarnir sem farnir eru að rölta um gólf herbergisins míns. Þetta er svo sem enginn faraldur en ég er búin að stúta þeim nokkrum og farin að gerast svo frökk að einfaldlega stíga ofan á þá.
En maður á náttúrulega að líta á björtu hliðarnar, suma óáran er maður laus við hér eins og til að mynda danska Eurovision lagið. Já, ég þurfti að fara til Danmerkur til að losna við þetta leiðindalag. Hef ekki heyrt lagið eitt einasta skipti á labbitúrum mínum um græna grundu Álaborgar.
En maður á náttúrulega að líta á björtu hliðarnar, suma óáran er maður laus við hér eins og til að mynda danska Eurovision lagið. Já, ég þurfti að fara til Danmerkur til að losna við þetta leiðindalag. Hef ekki heyrt lagið eitt einasta skipti á labbitúrum mínum um græna grundu Álaborgar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home