þriðjudagur, júní 21, 2005

Búið að ganga á með þrumum og eldingum og tilheyrandi úrhellis rigningu síðan um kl. 9 í morgun. Ég hef því bara setið heima og lært enda ekki vert að vera þvælast eitthvað þegar veður eru válynd. Það er samt heitt þó sólina vanti. Mér hefur ekki orðið kalt eitt augnablik núna síðustu vikuna og í gær keypti ég mér sólarvörn sem fer að spreyja á mig um leið og sólin lætur sjá sig aftur. Skrítið að taka strætó frá Þórunni og Helga í gær bara í stuttermabol og buxum þótt það væri myrkur. Get bara ekki vanist þessu. Tek alltaf með mér peysu, maður veit jú aldrei hvenær von er á kaldri norð-austan gjólu. Maður er semsagt afskaplega mikið í útlöndum þessa dagana.

Er að lesa ræður alþingismanna frá umæræðum um EES saminginn árið 1992. Duldið skondið að lesa þessar ræður með tilliti til þess sem gerst hefur síðan þá sérstaklega í íslensku efnahagslífi. Á þessum tíma fannst þingmönnum það út í hött að eitthver íslensk fyrirtæki færu að hafa meira en 15 milljarða í ársveltu. Ég veit að þetta eru meira en 15 miljarðar að núvirði en samt mun minna en bankarnir, Síminn og fleiri fyrirtæki eru að velta á ári í dag. Þeim fannst líka mjög ólíklegt að íslensk fyrirtæki færu eitthvað að ráði út á erlenda grundu, til þess værum við bara of smá. Frekar var hættan sú að erlend stórfyrirtæki keyptu upp íslensk fyrirtæki í stórum stíl og yrðu fljót að því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home