föstudagur, maí 13, 2005

Sit hér á nýju "skrifstofunni" minni. Hef semsagt fengið sér herbergi í námsstofunni hér á ströndinni. Hér hef ég fína aðstöðu, stórt skrifborð, góðan stól og þráðlaust net. Þetta virðist þegar hafa haft jákvæð áhrif, sit hér sem fastast kl. hálf sex á föstudegi og ætla að halda áfram eftir þessa pásu. Jamm, þetta verður vinnuhelgi mikil, verð að fara að koma þessu á blað áður en kenningarnar taka að flæða út úr hausnum á mér.

Birna og Tanja fóru heim í gær, Tanja eftir vikudvöl. Alveg merkilegt hvað ég sakna hennar alltaf þegar hún fer þó hún geti oft verið erfið eins og öll börn. Þetta sannfærir mig um það að einn góðan veðurdag fari sú löngun að eignast börn að láta á sér kræla.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home